
Nærandi fyrir huga,
líkama og sál
Vertu hjartanlega velkomin á „Magnetic Mastery“, námskeið sem er sérstaklega sniðið að hópi nánum hópi kvenna þar sem við vinnum náið saman. Við hjálpum þér að opna alla þína möguleika með því að næra huga, líkama og sál til að hjálpa þér að efla sjálfstraust þitt og lífskraft.

Af hverju að velja „Magnetic Mastery“?
- Við þekkjum áskoranirnar sem þú stendur frammi fyrir
Sjálfsmynd
Vilt þú bæta sjálfsmyndina þína? „Magnetic Mastery“ er hér til að leiðbeina þér í átt að dýpri sjálfsumhyggju þar sem þú lærir að njóta fegurðar þinnar og elska sjálfa þig skilyrðislaust.
Tengslin við sjálfið
Hefur þú misst tengslin við hver þú ert? Forgangsraðað öðrum fram yfir sjálfa þig? „Magnetic Mastery“ hjálpar þér að tengjast aftur við þig sjálfa og hlúa að þínum eigin þörfum.
Sjálfstal
Ertu með neikvætt sjálfstal? Neikvætt sjálfstal getur verið þín stærsta hindrun. Með hugarfarsæfingum hjálpum við þér að breyta þínu innra samtalinu og styðja við kærleiksríkara og meira hvetjandi hugarfar.
Stuðningur
Skortir þig stuðning? Skortur á stuðningi getur verið einangrandi og hamlandi. Innan okkar nána samfélags finnur þú stuðning sem upphefur þig og gefur þér byr undir báða vængi með umhverfi sem veitir þér innblástur.
Orka & sjálfstraust
Upplifir þú litla orku og sjálfstraust? Heildræn nálgun okkar hjálpar þér að endurheimta orkuna þína og auka sjálfstraust þitt.
Líkamsmynd
Ertu ósátt við líkamann þinn? Við viljum styðja þig í að rækta jákvætt samband við líkamann út frá sjálfsumhyggju og byrja að uppfæra venjurnar þínar svo þú sért að taka ákvarðanir sem styðja við framtíðarsýnina þína.
Jákvæðar breytingar
Ertu í erfiðleikum með að breyta venjum? Persónuleg leiðsögn okkar og styrkjandi aðferðir munu hjálpa þér að yfirstíga hindranir og skapa varanlegar jákvæðar breytingar.

Umbreyting krefst athygli
Við hjá „Magnetic Mastery“ skiljum að umbreyting krefst persónulegrar athygli.
Dagskráin okkar gengur lengra en hefðbundin heilsunámskeið:
-
Persónuleg umbreyting: Með takmörkuð pláss í boði fær hver þátttakandi sérstaka athygli frá okkur. Ferðin þín er sérstaklega hönnuð til að samræmast þínum markmiðum, löngunum og persónulegum vexti.
-
Líkamsmiðuð sjálfstenging: Tengstu líkama þínum í gegnum iðkun á sjálfsánægju. Námskeiðið okkar veitir öruggt og nærandi rými til að uppgötva innri lífskraft þinn og stuðla að tengingu við líkama þinn og tilfinningar.
-
Samhljómur huga og líkama: Námskeiðið okkar er ekki aðeins til að styrkja líkama þinn heldur einnig til að dýpka tengsl hugar og líkama. Hugaræfingar, hugleiðslur og hreyfing fléttast saman til að skapa djúpa jafnvægis tilfinningu sem er mikilvæg fyrir heildarmyndina.
-
Næring: Uppgötvaðu listina að næra lífskraftinn þinn með íhugaðri næringu og æfingum sem kveikja lífskraft þinn og orku án þess að flækja hlutina.
-
Valdefling í systrafélagi: Vertu með nánum hóp magnaðra kvenna sem leggja áherslu á vöxt. Náið umhverfi okkar gerir ráð fyrir djúpum tengslum, sameiginlegri reynslu og raunverulegri styrkingu. Því konur eru konum bestar.

Hvað er innifalið
Sérsniðin umbreyting
Í gegnum „Magnetic Mastery“ handleiðsluna muntu fara í gegnum kafla sem eru sérsniðnir að þínu einstaka ferðalagi, sem felur í sér sjálfsánægju, sjálftengingu, líkamsrækt, næringu, núvitund og hugaræfingar.
Hittingar
Við hittumst einu sinni í persónu og reglulega á Zoom fundum þar sem við tengjumst og hvetjum hvor aðra áfram.
Þjálfarar
Þú færð aðgang að Söru og Evu, þjálfurum og leiðbeiningum þeirra sem veita persónulegan stuðning og leiðsögn.
Gögn
Þú færð aðgang að gögnum sem samræmast markmiðum þínum, þar á meðal æfingaáætlun, hugleiðslum, hugarfarsæfingum og fleira.
Tenging
Þú tekur þátt í litlum og innilegum hóp, þar sem þú tengist þátttakendum og nærir þig tilfinningalega í gegnum félagsskap og styrkingu.
Umbreytingin, þín eigin leið
Upplifðu djúpstæða umbreytinguna sem er í takt við kjarna þinn. Þetta er ferðin þín, sniðin fyrir valdeflingu á sjálfinu.
Uppbygging námskeiðs „Magnetic Mastery“
Með þessari námskeiðs uppbyggingu höfum við skapað yfirgripsmikið ferðalag sem byggir ofan á áherslum hverrar viku og býður upp á dýrmæta innsýn fyrir þátttakendur námskeiðsins inn í sjálfið sitt.
Í gegnum ferðalagið er:
-
Aðgangur að lifandi Facebook hópi fyrir áframhaldandi stuðning, lifandi myndbönd, umræður og samfélags tengingu.
-
Regluleg samskipti við þjálfarana fyrir persónulega leiðsögn og hvatningu. Efni og æfingar fyrir þema hverrar viku.
-
Val um heimaæfingaplan eða æfingaplan fyrir ræktina í gegnum app sem leiðir þig áfram.
-
Lifandi stuðningshópur af konum sem eru að ganga í gegnum sama ferðalag og þú.
-
Einn hittingur í persónu, tveir hópfundir í gegnum zoom og stöðug samskipti í gegnum samfélagsmiðla.
Vika 1
Hugarfarsbreyting - Ryddu í burt hindrunum og uppfærðu forgangsröðun
Vika 2
Ræktaðu sterkt hugarfar – Gildi, mörk og framtíðarsýn
Vika 3
Ræktaðu sjálfstraust og sjálfsmynd - Byggðu upp innra sjálfið
Vika 4
Sjálfsumhyggja og líkamstenging - Auktu sjálfsánægju
Vika 5
Innleiðing - Festum nýjar venjur niður
Vika 6
Taugakerfið og tilfinningar - Vertu Magnetic
Umsagnir
Ertu með spurningar?
Hafðu samband og í gegnum netfangið sara@sjalfid.is og við finnum út hvort þetta sé rétta skrefið fyrir þig.




