top of page

Þjónustan

Þjónustan byggir á því að skapa rétta grunninn til þess að byggja stöðugleika. Stöðugleikinn gerir þér kleift að nýta tólin sem skapa niðurstöðurnar sem þú sækist eftir. Þú skapar færnina til þess að mæta þér og þínum þörfum.​

Innri og ytri hreyfing gerir þér kleift að haga atferli þínu í takt við það sem þig langar að upplifa. Innri hreyfing er í formi verkefnavinnu sem þú færð á heimasvæðið þitt. Ytri hreyfing er í gegnum æfingaplan: Þú færð aðgang að appi þar sem þitt æfingaplan er skýrt og aðgengilegt. Þar er útskýrt hvernig best er að beita sér í æfingum sem og farið er yfir algengustu villur í æfingum. Það veitir þér aukið öryggi og þér finnst þú æfa með þjálfara. Á þennan hátt getur þú ráðstafað tímanum þínum eins og þér hentar.

Tilgangurinn með þjónustunni er að gefa þér það sem þú þarft til að gera þér þetta auðvelt því þetta þarf alls ekki að vera flókið.  

Þjónustan hentar þér ekki ef þú:

  • ert að leita af skyndilausnum

  • vilt ekki leggja vinnuna á þig

  • getur með engu móti litið inn á við

  • ef þú vilt vera fórnarlamb

  • ef þú vilt ekki vera ánægð/ur með þig

  • vilt láta alla aðra gera allt fyrir þig

  • vilt vera með lítið sjálfstraust

  • vilt alls ekki heilbrigðan lífsstíl

  • vilt ekki aukna orku

  • vilt ekki auka lífsgæðin þín

**Þessi síða er í vinnslu og fleiri þjónustu leiðir birtast von bráðar. 

bottom of page