Hver er Eva ?
Eva Bryngeirs
ÍAK Einkaþjálfari og Yoga Nidra kennari.
Ég brenn fyrir heilbrigði á líkama og sál og nýt þess að leiða aðra inn í kraftinn sinn. Ég sjálf áttaði mig á því einn daginn, fyrir ekki svo löngu síðan, að ég var ekki að bera ábyrgð á minni eigin hamingju. Ég sá að á meðan ég var ekki að gera neinar breytingar væri ég að velja óbreytt ástand því það að taka ekki ákvörðun um breytingu er ákvörðun út af fyrir sig. Ég tók ákvörðun um að yfirstíga ótta minn og hræðslu og trúa á sjálfa mig. Eftir 10 ár í sambandi tók ég U-beygju í lífinu og varð sjálfstæð móðir tveggja leikskólabarna og fann að mér var ætlað að vinna með fólki en ekki tölum á skjá
Ógreint ADHD hafði kennt mér gríðarlega seiglu í gegnum árin þar sem ég fann alltaf mínar leiðir til að láta allt ganga upp. Ýmis færni leynist í því að læra að leysa alls konar verkefni. Þó kom að því að líkaminn sagði stopp enda er ekki endalaust hægt að keyra á þrautseigju. Þá þurfti ég að kljást við stærsta verkefni mitt hingað til, kulnun.
Ég er kona sem ákvað að dýpka tengsl mín við mig sjálfa til að skapa betri færni til að bera ábyrgð á mér og minni líðan. Á því ferðalagi sá ég betur hvar mín ábyrgð lá og lærði að mæta mér. Innri vinnan fór að skína út og ytri ásýnd blómstraði með.
Ég hef ítrekað verið spurð hvað ég hafi gert því útlitslegu breytingarnar eru svo miklar. 19 kg af líkama breyta miklu en 100 kg af sál breyta enn meiru.
Það fylgir því gífurleg streita og oft vanlíðan að reyna að vera eitthvað sem þú ert ekki. Það er þess virði að komast að því hver þú ert og tengjast þér og njóta þess að vera akkúrat þú. Það er svo mikið frelsi í því að kunna vel við sjálfan sig og að skapa góða tengingu við líkama og sál!
Áhugamál:
-
Almennt heilsa, heilbrigði og lífsstíll.
-
Sjálfsrækt, samskipti og vöxtur.
-
Náttúra og næring.
"Health doesn't just mean physical.
It also includes peace of mind, peace of HEART and peace in your soul"
Eva Bryngeirs
Leiðin mín
Heilsuferðalag byrjar á grunninum þar sem þú staðsetur GPS punktinn þinn á kortið og merkir þannig núverandi stöðu þína. Áður en þú ferð af stað í ferðalag pakkar þú niður því sem þú þarft með í ferðalagið þitt, þar kemur inn næring og þessi innri hreyfing. Fararmátinn þinn í þessu ferðalagi er svo ytri hreyfingin.
-
Innri hreyfing: Hugur - sál - tilfinningar
-
Ytri hreyfing: Líkamleg
Afhverju?
Þetta samspil skapar færnina þar sem þú ferð að vinna með þér og hættir að vinna gegn þér. Þessi aðferð skapar þér bestu vaxtarskilyrðin því allt fer að vinna saman fyrir þig.
Af hverju Eva ?
"Nálgun Evu er byggð útfrá hennar innsæi sem byggir bæði á eigin reynslu og gríðarlegum áhuga á öllum þáttum heilbrigðis. Eva samtvinnar bæði þekkingu og reynslu sem skapar einstakt samspil fyrir líkama og sál"
"Eva hefur áberandi mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir"