top of page

[ Skilmálar – Eva Bryngeirs Þjálfun ehf ]

Almennt

Með því að samþykkja skilmála staðfestirðu að þú munir ekki deila efni Eva Bryngeirs Þjálfun áfram með þriðja aðila og að þú virðir höfundarrétt Eva Bryngeirs Þjálfun á öllu sem fer fram í Eva Bryngeirs Þjálfun þjálfunarleiðum.

Eva Bryngeirs Þjálfun ehf, Eva Bryngeirs (www.evabryngeirs.is) er höfundur af öllu efni sem fram kemur. Höfundaréttur er áskilinn á öllu sem Eva Bryngeirs Þjálfun ehf gefur út og hefur að geyma. Það er aðeins ætlað til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til annarra án leyfis

.

Þegar þú kaupir vöru eða þjónustu á www.evabryngeirs.is ertu að samþykkja að persónuupplýsingum er deilt með Shopify, Rapyd og Wix í þeim tilgangi að ganga frá greiðslunni. Þegar þú skráir þig í fjarþjálfun ertu að samþykkja að vera skráð á póstlista til þess að geta fengið allar upplýsingar sendar í pósthólfið.

Ef óskað er eftir kvittun fyrir stéttarfélag þarf að senda tölvupóst þess efnis á evabryngeirsthjalfun@gmail.com með kennitölu. Ef óskað er eftir því að eyða persónuupplýsingum vinsamlegast sendu beiðni þess efnis á evabryngeirsthjalfun@gmail.com

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Greiðslur & verð

Ef ekki er staðið við greiðslu mun krafa vera send til innheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir greiðanda. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar & gjöld

Öll verð eru án vsk og reikningar eru gefnir út án hans. Athugið að greiðslukostnaður getur bæst við ef ekki er greitt með kreditkorti. Greiðslukostnaðurinn getur tekið breytingum en er aldrei lægri en 150 kr. ef sent er í heimabanka. Engir greiðsluseðlar eru sendir út á pappír.

Endurgreiðsla og skilafrestur

Vegna eðlis þjónustunnar er almennt ekki boðið upp á endurgreiðslu eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi og opnað hefur verið inn á heimasvæðið. Eftir að námskeið hefst er ekki hægt að fá endurgreitt eða flytja námskeið yfir á annað tímabil. Á þetta við allar leiðir þjálfunar sem í boði eru.

Áskriftarleiðir

Mánaðargjaldið gefur aðgang að heimasvæði og stuðningshóp, mánuð fram í tímann. Þú hefur aðeins aðgang að efni þjálfunar á meðan þú ert skráð í áskrift. Strax við skráningu færðu aðgang að áskriftarefni og hefur aðgang á meðan þú ert skráð í áskrift.

Uppsögn gildir frá degi uppsagnar og hefur þú aðgang að efni á heimasvæðinu þínu út þann mánuð sem þú greiddir. Það er á þína ábyrgð að segja upp áskriftinni og vera viss um að afskráningin hafi farið í gegn. Þú segir upp áskriftinni á þínu heimasvæði og því er ekki nóg að senda tölvupóst og að hafast svo ekki meira.

* Tímabundið tilboð

Sömu skilmálar gilda fyrir tímabundin tilboð. Skráningin er eingöngu í áskrift sem tekur við eftir að tilboðstímabilinu lýkur. Það er á þína ábyrgð að segja upp áskriftinni á heimasvæðinu þínu áður en tímabilið rennur út ef ætlunin er ekki að halda áfram. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu.

Ábyrgð

Æfingarnar í Eva Bryngeirs þjálfun eru hannaðar fyrir heilbrigða einstaklinga yfir 18 ára aldri. Ef þú glímir við sjúkdóma eða meiðsli, vinsamlegast ráðfærðu þig við lækni áður en þú framkvæmir æfingarnar. Þú framkvæmir æfingarnar á eigin ábyrgð og þarft því að þekkja þín mörk og bera fulla ábyrgð á eigin öryggi. Ef þú ferð að finna fyrir óvenjulegum óþægindum eða verkjum stoppaðu æfinguna strax og ráðfærðu þig við lækni.

Áður en þú byrjar lærðu æfingarnar vel til að lágmarka meiðslaáhættu. Ef þú ert að koma úr miklu hreyfingarleysi, glímir við of háan blóðþrýsting, hátt kólesteról, offitu, sykursýki eða aðra líkamlega kvilla, ráðfærðu þig við lækninn þinn áður en þú hefst handa. Ef hann mælir ekki með því að þú fylgir þessu æfinga fyrirkomulagi, vinsamlegast fylgdu hans ráðleggingum.

Ekki lyfta þungum lóðum ein/n, óreynd/ur, slasaður/slösuð, þreytt/ur. Ekki framkvæma æfinguna án þess að læra hreyfinguna fyrst og gerðu alltaf upphitun og teygjur í lokin.

Með því að kaupa æfingaplan, eða fjarþjálfun ertu að samþykkja að frýja Evu Bryngeirs, Eva Bryngeirs Þjálfun ehf, www.evabryngeirs.is allri ábyrgð ef þú skyldir slasa þig á æfingu. Eva Bryngeirs Þjálfun ehf. ber ekki ábyrgð á neinum meiðslum sem gætu átt sér stað á meðan á æfingum stendur.

[Skilmálar – Eva Bryngeirs Þjálfun ehf, kt:510923-0570, Lögheimili: Birkihvammi 2]

bottom of page