Ég er bæði hönnuðurinn og þjálfarinn bakvið námskeiðin sem ég býð upp á hér á heimasíðunni minni. Ég held einnig mikið upp á samstarf við aðra þjálfara þar sem saman sköpum við einstakar upplifanir.
Ert þú tilbúin til að leggja af stað í djúpt persónulegt ferðalag í átt að heildrænni vellíðan, valdeflingu og órjúfanlegum tengslum við þitt sanna sjálf?
"Ég er bjartari, finnst ég get tæklað hlutina betur, ég á mjög erfitt með að lýsa þeirri tilfinningu sem hefur orðið, því það hefur orðið mikil breyting. Mér finnst hugarfarið mitt búið að breytast svo mikið. Það er svo gaman að finna þennan mun á hvernig ég er búin að styrkjast og er byrjuð að styðja við fólkið í kringum mig. Sara og Eva eru yndislegar og alltaf getur maður leitað til þeirra og þeirra bros og jákvæðni er dásamleg."